Aðalfundur SÍSL var haldinn í Bragganum þann 19. apríl síðastliðinn. Mikið var á dagskránni en þá aðallega landsmót A/B-sveita sem átti að halda í Vestmannaeyjum helgina 19.-21. maí.
Á fundinum var kosin ný stjórn en tveir meðlimir létu af störfum. Snorri Heimisson, formaður, og Sóley Björk Einarsdóttir, ritari, kvöddu stjórnina og viljum við þakka þeim kærlega fyrir vel unnin störf í þágu SÍSL. Þau Anna Sigurbjörnsdóttir og Birkir Orri Hafsteinsson voru kosin í stjórn en þetta er í fyrsta skipti sem þau koma að starfinu. Einar Jónsson lét einnig af störfum sem varamaður en Kristjón Daðason var endurkjörinn. Ingibjörg Guðlaugsdóttir var kosin inn í hans stað.
Í nýrri stjórn sitja:
Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal, formaður
Birkir Orri Hafsteinsson, gjaldkeri
Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir, ritari
Anna Sigurbjörnsdóttir, meðstjórnandi
Ingi Garðar Erlendsson, meðstjórnandi
Kristjón Daðason, varamaður
Ingibjörg Guðlaugsdóttir, varamaður
Eins og áður kom fram átti að fara fram landsmót A/B-sveita í Vestmannaeyjum helgina 19.-21. maí síðastliðinn. Aðeins tveimur dögum fyrir áætlað mót þurfti að fresta mótinu vegna slæmrar sjólagsspár og veðurs. Stjórn SÍSL vonar að hægt sé að halda mótið á næsta starfsári en Eyjamenn eru ótrúlega spenntir að fá spræka lúðrasveitakrakka til sín í heimsókn.
Fyrir hönd stjórnar SÍSL,
Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir, ritari.