Helgina 12. – 14. október heldur SÍSL landsmót fyrir elstu nemendur sína. Mótið er frábrugðið landsmótum yngri sveita þar sem nú er í boði fyrir krakkana að sækja sér ýmis námskeið eða smiðjur, allt frá ukulele námskeiði til stórrar blásarasveitar.
Nemendurnir sjálfir velja hvaða námskeið þau sækja og því ættu allir að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Á laugardagskvöldi verður skemmtun þar sem m.a. Hundur í óskilum kemur fram.
Sunnudaginn 14. okt kl.13 verða tónleikar í Hofi þar sem flutt verða atriði úr einhverjum af þeim námskeiðum sem fara fram þessa helgi. Það eru allir velkomnir á tónleikana og enginn aðgangseyrir.
Hér er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar vegna mótsins: