Kæru lúðrablásarar!
Vegna Covid-19 hefur Landmóti A- og B-sveita sem halda átti í Reykjanesbæ í apríl 2020 hefur verið frestað fram til ágúst-september 2020.
Við hlökkum til að sjá ykkur næsta haust
Kæru lúðrablásarar!
Vegna Covid-19 hefur Landmóti A- og B-sveita sem halda átti í Reykjanesbæ í apríl 2020 hefur verið frestað fram til ágúst-september 2020.
Við hlökkum til að sjá ykkur næsta haust
Það er okkur í stjórn samtakanna mikil ánægja að tilkynna ykkur að „Óskalög þjóðarinnar“ fara fram sunnudaginn 17. nóvember 2019 í Hörpu. Fyrirkomulagið verður með nánast sama hætti og síðast. Við viljum benda hópum sem koma langt utan að landi að samtökin hafa styrkt þátttakendur til ferðarinnar.
A-B landsmót SÍSL 2020 :
Nú er uninð hörðum höndum við að finna stað fyrir landsmót næsta vor. Eins og staðan er í dag þá er þetta allt á viðkvæmu stigi enda margir endar lausir. Dagsetningin er samt tveimur vikum eftir páska þ.e. 24 – 26. apríl 2020
Nótnaútgáfa SÍSL:
Hér á heimasíðunni koma helstu upplýsingar til foreldra þagar nálgast landsmót og þar eru einnig allar útsetningar sem samtökin hafa látið gera. Nú hvetjum við alla sem fást við þessa iðju og geta útsett að senda okkur útsetningar sem þið eigið og passa fyrir skólalúðrasveitir. Við leitum núna helst að vekefnum fyrir A og B sveitir. En auðvitað er allt vel þegið.
Kveðja, Stjórnin
Helgina 12. – 14. október heldur SÍSL landsmót fyrir elstu nemendur sína. Mótið er frábrugðið landsmótum yngri sveita þar sem nú er í boði fyrir krakkana að sækja sér ýmis námskeið eða smiðjur, allt frá ukulele námskeiði til stórrar blásarasveitar.
Nemendurnir sjálfir velja hvaða námskeið þau sækja og því ættu allir að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Á laugardagskvöldi verður skemmtun þar sem m.a. Hundur í óskilum kemur fram.
Sunnudaginn 14. okt kl.13 verða tónleikar í Hofi þar sem flutt verða atriði úr einhverjum af þeim námskeiðum sem fara fram þessa helgi. Það eru allir velkomnir á tónleikana og enginn aðgangseyrir.
Hér er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar vegna mótsins:
Landsmót SÍSL fyrir A og B sveitir er haldið í Breiðholti helgina 27. – 29. apríl 2018.
Um 700 gestir verða á mótinu og munu skemmta sér saman alla helgina og ljúka mótinu með tónleikum í íþróttahúsinu Austurbergi, sunnudaginn 29. apríl kl. 13:00.
Hér fyrir neðan eru tenglar á ýmsar upplýsingar vegna mótsins.
Upplýsingar til mótsgesta Breiðholt 2018
SISL landsmot AB 2018 hljóðfærasamsetning litasveita