Landsmót SÍSL á Akranesi

Landsmót SÍSL

Landsmót SÍSL fyrir C sveitir var haldið á Akranesi helgina 3. – 5. febrúar 2017.

Dagskráin varmjög fjölbreytt og vonandi fengu allir eitthvað við sitt hæfi.

Við vorum með smiðjur með ýmsum listamönnum sem tóku á fjölbreyttum viðfangsefnum, eins og kvikmyndatónlist, æfingatækni, viðhaldi hljóðfæra og jóga. Einnig var kynning á Ungsveit Sinfóníunnar og nýstofnuðum Tónlistarmenntaskóla. Samæfingar í kammerhópum voru alla helgina og lauk mótinu með hressilegum tónleikum.

 

Hér má sjá dagskrá mótsins

Kort-pdf