Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts var stofnuð í Árbænum veturinn 1968-1969. Í henni er börn og unglingar úr öllum grunnskólum í Árbæjar- og Breiðholtshverfum. Fyrsti stjórnandi hljómsveitarinnar var Ólafur L. Kristjánsson. Hann stjórnaði sveitinni allt til ársins 2005 en þá tók Edward Fredriksen við sprotanum. Haustið 2013 tók núverandi stjórnandi Snorri Heimisson við sveitinni.Hljómsveitinni er skipt í 3 sveitir A-, B- og C-sveitir eftir aldri og getu. Heildarfjöldi nemenda er í kringum 130 ár hvert.