Skólahljómsveit Kópavogs

Fyrsta samæfing hjá skólahljómsveit Kópavogs var haldin haustið 1966. Afmæli hljómsveitarinnar er ávallt miðað við fyrstu tónleikana 22. febrúar 1967 svo það telst vera stofndagur hljómsveitarinnar

Fyrsti stjórnandi sveitarinnar var Björn Ásgeir Guðjónsson frá 1967 til 1993. Össur Geirsson tók við stjórn sveitarinnar árið frá 1993 til dagsins í dag
Skólahljómsveit Kópavogs tók þann 1. febrúar 2020 í notkun nýtt húsnæði sem sérhannað er utan um starfsemi hljómsveitarinnar. Þar eru sjö kennslustofur og rúmgóður æfingasalur ásamt tilheyrandi aðstöðu fyrir kennara og stjórnendur ásamt geymslum fyrir nótur, hljóðfæri og búninga. Húsnæðið er áfast Álfhólsskóla í Kópavogi og er hluti æfingasalar samnýttur með grunnskólanum. Í hljómsveitinni eru 175 nemendapláss en starfandi meðlimir eru oftast um 200 á hverju ári, þar sem eldri nemendur og nemendur úr öðrum tónlistarskólum fá leyfi til að spila með hljómsveitunum. Hljómsveitir eru þrjár og skiptast eftir aldri og getu í A, B og C sveit.

.