Landsmót fyrir A og B sveitir í Garðabæ

Síðasta landsmót SÍSL var haldið í Garðabæ dagana 29. apríl til 1. maí 2016.

Þar komu fram rúmlega 600 ungir hljóðfæraleikarar og skemmtu sér við að spila hressilega blásaratónlist á hljóðfærin sín, fylgdust með töframanni leika listir sínir, fóru í útileiki og á kvöldskemmtun og diskótek. Mótinu lauk með glæsilegum tónleikum þar sem allir þátttakendur komu fram og léku nokkur lög fyrir aðdáendur sína.

Tuttugu sveitir víða að af landinu  komu  á mótið og  það varmikið fjör í Garðabæ þessa helgi. Garðbæingar undirbjuggu mótið af kostgæfni í samvinnu við stjórn SÍSL og tóku á móti gestum sínum af miklum myndarskap.

Lúðrasveitir léku Óskalög þjóðarinnar í Hörpu 15.nóvember 2015

Íslenskar skólalúðrasveitir sameinuðust í maraþontónleikum undir merkjum Óskalags Þjóðarinnar í Norðurljósum, sunnudaginn 15. nóvember. Hljómsveitir víðs vegar að af landinu léku efnisskrá fyllta íslenskum lögum, með áherslu á þau lög sem kepptu um titilinn “Óskalög þjóðarinnar” á RÚV síðasta vetur. Lög eins og Dimmar rósir, Bláu augun þín og Tvær stjörnur hljómuðu á tónleikunum í útsetningum fyrir blásarasveitir, að ógleymdu óskalaginu sjálfu, Þannig týnist tíminn, eftir Bjartmar Guðlaugsson.

Tónleikarnir hófust klukkan 11:00 og stóðu án hlés til klukkan 18:00 og tókust einstaklega vel. Salurinn var þéttsetinn áhorfendum og hljómsveitirnar sem fram komu fluttu fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá

 

Hljómsveitir sem fram komu voru:oskalög

11:00 Skólahljómsveit Kópavogs – A sveit
11:30 Skólahljómsveit Grafarvogs
12:00 Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri
12:30 Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar
13:00 Skólahljómsveit Kópavogs – B sveit
13:30 Blásarasveit Tónskóla Neskaupstaðar
14:00 Skólahljómsveit Austurbæjar
14:30 Skólalúðrasveit Árnesinga
15:00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar C sveit
15:30 Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
16:00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar B sveit
16:30 Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar
17:00 Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
17:30 Skólahljómsveit Kópavogs – C sveit

Kynnir á tónleikunum var tónlistarmaðurinn geðþekki, Jón Ólafsson.